Concha y Toro Amelia Chardonnay 2001

Fallega gullinn litur, með vott af grænni slikju. Peruangan og ilmur af ristuðu brauði mætir manni í fyrstu. Frekari ávaxtatónar aðskiljast og minntu á þurrkaða banana og græn epli. Einnig var vottur af vanillu og kryddi sem kveiktu hugmyndir um saffran. Vín í gríðarlega góðu jafnvægi, meðalþurrt, vel smurt og áferðarmjúkt með þægilegu eftirbragði. Perur og hungangskeimur og “winegums”. Vínið var helst til kalt í fyrstu smökkun en krafturinn kom betur í ljós er það hafði hlýnað. Vínið þótti tilbúið og ekki ætlað til langrar geymslu (2 ár)
Frábært hvítvín, í dýrari kantinum en sanngjarnt verð. (2250)
Hugmyndir að mat: Skelfiskur, feitur fiskur t.d. steinbítur og koli.
NB. Annað vín frá sama framleiðanda í ódýrari framleiðslulínu eru einnig góð kaup; Marques de Casa Concha Chardonnay 1450,-

Vinir á Facebook