Jean-Luc Colombo Cotes du Rhone Les Forots V.V. 1999

Auga: Meðal dýpt en fremur ljóst, skýjað. Byrjandi þroski.
Nef: Áberandi útihús eða fremur lykt af hrossunum sjálfum (þægilegt) skemmtilegur karakter og mjög lofandi lykt, hvítur pipar, blýantur og leður. Ávöxturinn leysist úr læðingi við þyrlun og minnir á brómber.
Munnur: Ágætis jafnvægi, tannískt með sýru til mótvægis. Áberandi krækiberjabragð í lokin. Helst til einsleitt.
Munnholið varð fyrir vonbrigðum eftir hina lofandi lykt. Ekki voru allir á eitt sáttir með vínið, ekki vín fyrir alla.
Verð 2250,- þótti helst til dýrt.
Hugmyndir að mat: Villibráð og rjúpur myndur steinliggja með víninu. Passaði mjög vel með Serrano skinku og þótti magna hvort annað upp.
Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook