Joseph Drouhin Beaune Clos Mouches 1999

Ljóst vín með ótrúlegri dýpt. Einstaklega tært og góð þroskamerki í jaðrinum. Lykt af hindberjum og sætu sinnepi og jafnvel karrý. Útihúsalykt og púðurilmur líkt og skömmu eftir miðnætti um áramót. Saftkennt í byrjun en kemur svo kraftmikið inn með mikilli fyllingu og bragði af Hinberjum/jarðaberjum og góðu eftirbragði. Karakterríkur pinot. Frábært matarvín.
Einkunn: 9,0

Vinir á Facebook