Torres Marimar Sonoma Russian River Valley Pinot Noir 2001

Lýsing: Mjög opið vín með reyk, rifsberja og kirsuberja lykt. Tannínríkt vín með bragði af rifsberjum, eik, ristuðu brauði, og smá jarðaber í bakgrunni. Eftirbragðið er langt og tannínríkt.
Niðurstaða: Ég hef alltaf sagt að bestu bandarísku Pinot Noir vínin eru þau sem eru ekki að reyna að líkjast Búrgund heldur búa til sín eigin sérkenni. Þetta er nákvæmlega það sem Torres er að gera. Þó að þetta er auðsjáanlega Pinot Noir, fer það ekki á milli mála að þetta er ekki Búrgund heldur bandarískt alla leið! Sem betur fer sýnir Torres að hörku gott Pinot Noir fæst ekki eingöngu í Búrgund!
Umsögn Stefáns B. Guðjónssonar (www.smakkarinn.is)

Vinir á Facebook