Antinori Santa Cristina 1998

Þetta er ungt vín, fallega rautt, ekki mjög dökkt, sæmileg dýpt. Í lyktinni er mikill ávöxtur, pipar og blómaangan. Létt og skemmtileg lykt og dæmigerð fyrir Sangiovese. Í munni dálítil sýra, létt tannín, mikill ávöxtur og þokkalegt eftirbragð. Hæfir vel með grilluðu lambakjöti, pizzum og pasta. Tímaritið WineSpectator gefur 1998 árgangnum einkunnina 83 og þessa umsögn: „Crisp and fruity, with plenty of dried cherry character throughout. Light-to-medium bodied, with light tannins and a refreshing finish.“
Einkunn: 6,0 – Góð kaup

Vinir á Facebook