Barone Ricasoli Chianti Classico Brolio 1997.

Þetta vín sýnir byrjandi þroska og sæmilega dýpt. Í lyktinni eru mynta, pipar og vínber, og myntan magnast upp við þyrlun. Bragðið einkennist af vínberjum, smá lakkrís, stömum tannínum. Sýra aðeins yfir meðallagi. Batnar sjálfsagt með 3-4 ára geymslu. Passar vel við ítalskan mat, s.s. pizzu, pasta og einnig ýmsa osta. Tímaritið WineSpectator gefur 1997 árgangnum einkunnina 86.

Einkunn: 7,0

Vinir á Facebook