Nútímalegt Chianti-vín þar sem 10% af Cabernet Sauvignon hefur verið blandað saman við Sangiovese. Yndislegur topp-Chianti úr góðum árgangi. Þurr, beiskur ávöxtur, ilmur af píputóbaki og þurrkuðum kryddjurtum. Í munni stórt og langt, með stífri uppbyggingu. Á mörg ár eftir. Hörku matarvín.
Einkunn: 17/20
Umsögn Steingríms Sigurgeirssonar