Montecillo Rioja Crianza 2019

Árið i2019 var mjög gott í Rioja-héraði og nú eru vín þess árgangs tekin að birtast í vínbúðunum. Vínin frá Montecillo hafa verið lengur í vínbúðunum en elstu menn muna og ekki að ástæðulausu. Vínin hafa ávallt staðið fyrir sínu og falla vel að bragðlaukum Íslendinga. Montecilo Crianza er eitt þeirra vína sem hefur verið allra lengst í sölu í vínbúðunum, a.m.k. ef marka má vörunúmerið (133).

Montecillo Rioja Crianza 2019 er að mestu gert úr Tempranill (87%) en inniheldur einnig smávegis af Garnacha (13%). Að lokinni gerjun var vínið geymt í 18 mánuði á amerískum eikartunnum (helmgingurinn í nýjum tunnum). Að lokinni átöppun fékk það að hvíla í 6 mánuði á flöskum áður en það fór í sölu. Vínið er rúbínrautt á lit, með kirsuber, tóbak, rifsber, sólber, brómber, plómur, súkkulaði, vanillu og eik í þægilegum ilminum. Í munni er vínið þurrt, með miðlungsfyllingu, góða sýru og góð tannín. Eftirbragðið heldur sér ágætlega, og þar má greina kirsuber, tóbak, brómber, plómur, vanillu, súkkulaði og eik. 88 stig. Frábær kaup (2.499 kr) – sennilega ein bestu kaupin í rauðvínum undir 2.500 kr í dag. Fer vel með lambalæri, grilluð nautakjöti, pylsum og hörðum ostum.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,8 stjörnur (376 umsagnir þegar þetta er skrifað). Tim Atkin gefur því 89 stig og vínið fékk 87 stig á Decanter World Wine Awards.

Montecillo Rioja Crianza 2019
Frábær kaup
Montecillo Rioja Crianza 2019 fer vel með lambalæri, grilluð nautakjöti, pylsum og hörðum ostum. Frábær kaup.
4
88 stig

Vinir á Facebook