Champagne Perrier-Jouët Belle Epoque Brut 2013

Annað ljómandi gott kampavín sem ég smakkaði á árinu var Belle Epoque frá Perrier-Jouët, sem ég fékk í afmælisgjöf frá Smíðaklúbbnum í fyrra þegar ég varð fimmtugur. Vínið er gert úr þrúgunum Chardonnay (50%), Pinot Noir (45%) og Pinot Meunier (5%)

Champagne Perrier-Jouët Belle Epoque Brut 2013 er fölgult á lit, freyðir vel, með nokkuð þétta ilm af sítrus, möndlum, perum, eplum og geri. Í munni freyðir vínið vel, er miðlungs sýru og miðlungs fyllingu. Í eftirbragðinu finnur maður einkum perur, epli, sítrus og möndlur. 93 stig. Mjög gott kampavín en tekur vel í veskið (kostar rúmlega 17.000 kr). Ljómandi gott eitt og sér en fer líka vel með sushi,

Vivino 4,4, stjörnur (1.498 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur þessu víni 93 stig og Wine Spectator gefur því 94 stig.

Champagne Perrier-Jouët Belle Epoque Brut 2013
Góð kaup
Champagne Perrier-Jouët Belle Epoque Brut 2013 er ljómandi gott eitt og sér en fer líka vel með sushi, humri og skelfiski.
5
93 stig

Vinir á Facebook