Champagne Louis Roederer Rosé Brut 2014

Eitt af betri kampavínunum sem ég smakkaði á árunum er rosé árgangsvínið frá Louis Roederer. Louis Roederer er einn þekktasti kampavínsframleiðandi heims og líklega þekktastur fyrir lúxusvínið Cristal, sem forðum var í miklu uppáhaldi hjá Rússlandskeisara (þá reyndar sem sætt kampavín).

Champagne Louis Roederer Rosé Brut 2014 er gert úr þrúgunum Pinot Noir (30%) og Chardonnay (30%). Vínið er laxableikt á lit, freyðir fínlega og hefur nokkuð þéttan ilm með jarðarbergjum, hindberjum, sítrusávöxtum, ristuðu brioche-brauði og eplum. Vínið hefur ríflega miðlungs sýru, freyðir vel í munni og hefur góða fyllingu. Eftirbragðið einkennist af jarðarberjum, sítruxávöxtum, eplum og brioche-brauði. 93 stig. Mjög gott kampavín en í dýrari kantinum (10.800 kr). Fer eflaust vel með flestum mat en þó einkum sushi, skelfiski, laxi, ljósu fuglakjöti og jafnvel léttari villibráð.

Notendur Vivino gefa þessu víni 4,3 stjörnur (1.684 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur þessu víni 94 stig og Wine Spectator gefur því 93 stig. Þorri í Víngarðinum gefur þessu víni 5 stjörnur

Champagne Louis Roederer Rosé Brut 2014
Góð kaup
Champagne Louis Roederer Rosé Brut 2014 fer eflaust vel með flestum mat en þó einkum sushi, skelfiski, laxi, ljósu fuglakjöti og jafnvel léttari villibráð.
5
93 stig

Vinir á Facebook