Champagne Mathelin Extra Brut

Champagne Mathelin Extra Brut er gert úr þrúgunum Pinot Meunier (60%), Pinot noir (20%) og Chardonnay (20%). Vínið er fölgullið á lit og freyðir vel. Í nefinu finnur maður ger, greipaldin, límónur og græn epli. Í munni er vínið þurrt með snarpa sýru og miðlungs fyllingu. Í munni eru ger, sítrusávextir, græn epli og smá ferskjur. 88 stig. Ágætt kampavín sem fer vel með sushi og fiskréttum. Vínið er extra brut sem þýðir að viðbættur sykur er minna en 6 g/L.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,9 stjörnur (123 umsagnir þegar þetta er skrifað)

Champagne Mathelin Extra Brut
Champagne Mathelin Extra Brut er ágætt kampavín sem fer vel með sushi og fiskréttum.
4
88 stig

Vinir á Facebook