Champagne Moët & Chandon Grand Vintage 2012

Moët & Chandon er líklega þekktasta kampavínið á Íslandi (og líklega í heiminum), a.m.k. ef marka má sölutölur. Þriðja hver kampavínsflaska sem seldist á Íslandi í fyrra var Moët & Chandon Brut Imperial (heil flaska eða 200 ml smáflaska). Árgangskampavín seljast þó almennt ekki vel á Íslandi og líklega ræður verðið þar miklu, enda árgangskampavínin yfirleitt nokkuð dýrari. Þannig virðist vínið sem hér er fjallað um hafa dottið út úr vörulista vínbúðanna, líklega vegna dræmrar sölu.

Champagne Moët & Chandon Grand Vintage 2012 er fallega gullið með fínlegar búbblur og freyðir vel. Í nefinu finnur maður sítrusávexti, brioche-brauð, epli, perur og ristað brauð. Vínið er sýruríkt, með góða fyllingu og eftirbragðið heldur sér vel, þar sem epli, perur, sítrusávextir og brioche ráða ferðinni. Mjög gott kampavín sem fer vel með skelfiski og sushi, eða bara eitt og sér! 92 stig.

Robert Parker gefur þessu víni 93 stig og notendur Vivino gefa þessu víni 4,3 stjörnur (3.832 umsagnir þegar þetta er skrifað)

Champagne Moët & Chandon Grand Vintage 2012
Góð kaup
Moët & Chandon Grand Vintage Champagne 2012 er mjög gott kampavín sem fer vel með skelfiski og sushi, eða bara eitt og sér!
4.5
92 stig

Vinir á Facebook