Champagne Drappier Carte d’or Brut

Champagne Drappier Carte d’Or Brut er gert úr Pinot Noir (75%), Chardonnay (10%) og Pinot Meunier (10%). Það hefur strágulan lit, með nokkuð ávaxtaríka angan af eplum, sítrus, brioche, ferskjum, geri og aprókósum. Í munni er vínið þurrt, með þægilega sýru og ágæta fyllingu. Aðeins smjörkennt eftirbragð með eplum, sítrus og brioche, ásamt lime, hnetum og steinefnum. 92 stig. Mjög góð kaup og mögulega ein bestu kaupin í kampavínum í dag – kostar 5.999 kr í vínbúðunum og 5.100 hjá sante.is. Njótið með skelfiski, sushi eða sem fordrykks.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,9 stjörnur (15.963 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur þessu víni 91 stig og Wine Spectator gefur því 92 stig.

Champagne Drappier Carte d’or Brut
Mjög góð kaup
Drappier Carte d'Or Brut Champagne er mjög gott kampavín sem nýtur sín vel með skelfiski, sushi eða sem fordrykkur.
4.5
92 stig

Vinir á Facebook