Champagne Haton & Filles Cuvée René Haton Blanc de Blancs Brut Champagne Premier Cru

Eitt af þeim kampavínum sem ég keypti á netinu meðan á COVID stóð er frá René Haton og sonum. Hér er á ferðinni hreint Chardonnay (Blanc de Blancs)

Champagne Haton & Filles Cuvée René Haton Blanc de Blancs Brut Champagne Premier Cru hefur ljósgullinn lit og freyðir fínlega. í nefinu finnur maður mjúkan ilm af sítrónum, eplum og ristuðu brauði. Í munni er frískleg sýra og góður ávöxtur. Sítrónur, epli og jarðarber í þægilegu eftirbragðinu, með keim af eik og hunangi. Ákaflega þægilegt kampavín. 91 stig.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,9 stjörnur (279 umsagnir þegar þetta er skrifað)

Champagne Haton & Filles Cuvée René Haton Blanc de Blancs Brut Champagne Premier Cru
Champagne Haton & Filles Cuvée René Haton Blanc de Blancs Brut Champagne Premier Cru nýtur sín vel með sushi og skelfiski.
4.5
91 stig.

Vinir á Facebook