Champagne de Saint-Gall Le Sélection Brut

Ég hef ákaflega gaman af að prófa ný kampavín – ýmist vín sem fást hér í vínbúðunum eða vín sem ég hef pantað mér að utan. Þegar COVID stóð sem hæst var ég nokkuð duglegur að panta mér vín að utan og þá annað hvort á uppboðssíðum eða beint frá verslunum erlendis.

Champagne de Saint-Gall Le Sélection Brut er að mestu gert úr Chardonnay (63%) en í því eru líka Pinot Noir og Pinot Meunier (samtals 37%). Það er með blómlegan eplakeim, ásamt sítrus, brioche og smá apríkósum. Fínið er frískandi, freyðir fínlega og hefur góða fyllingu. Ljómandi gott kampanvín sem fer vel með sushi, fiskréttum og skelfiski. 91 stig.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3,8 stjörnur (388 umsagnir þegar þetta er skrifað).

Champagne de Saint-Gall Le Sélection Brut
Champagne de Saint-Gall Blanc de Blancs Brut Premier Cru
4
91 stig

Vinir á Facebook