Montes Sauvignon Blanc Reserva 2019

Fyrir skömmu skrifaði ég um tvö vín frá Montes, þar af annað um Chardonnay Reserva. Eins og fram kemur í þeirri færslu eru líklega fáir framleiðendur sem hafa jafn oft verið til umfjöllunar á Vínsíðunni. Umsögn dagsins er umfjöllun nr. 52 um þennan frábæra framleiðanda hér á Vínsíðunni.

Vín dagsins kemur frá Aconcagua í Chile, nánar tiltekið frá undirsvæði sem kallast Aconcagua Costa. Svæðið fékk sína eigin skilgreiningu sem vínræktarsvæði árið 2012. Þetta er sá hluti Aconcagua sem er næst Kyrrahafinu og því svalara en sá hluti sem er lengra inn til landsins. Það hentar vel til ræktunar á hvítum þrúgum en þar eru þó einnig ræktaðar rauðu þrúgurnar Pinot Noir, Merlot og Syrah.

Vín dagsins

Vín dagsins tilheyrir klassísku línunni frá Montes, sem einnig kallast Reserva. Hér er á ferðinni 100% Sauvignon Blanc sem hefur enga viðkomu í eikartunnum í víngerðarferlinu.

Montes Sauvignon Blanc Reserva 2019 er fölgult á lit með grænni slikju. Í nefinu eru ferskjur, ástaraldin, perur ásamt hinu klassíska kattahlandi (sólberjalauf) sem þó er ekki mjög áberandi. Í munni er vínið frísklegt með góða sýru og fínan ávöxt. Í munni finnur maður keim af aspas, nýslegnu grasi og greipaldini, ásamt steinefnum og sumarblómum. 88 stig. Fer vel með fiskréttum, salat og jafnvel léttari fuglakjötsréttum. Mjög góð kaup (2.199 kr). Sýnishorn frá innflytjanda.

Steingrímur í Vinoteki gefur þessu víni 4 stjörnur og segir það frábær kaup. Notendur Vivino gefa þessu víni. Notendur Vivino gefa þessu víni 3.6 stjörnur (253 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator gefur 87 stig

Montes Sauvignon Blanc Reserva 2019
Montes Sauvignon Blanc Reserva 2019 fer vel með fiskréttum, salat og jafnvel léttari fuglakjötsréttum. Mjög góð kaup.
4
88 stig

Vinir á Facebook