Annað gott frá Suður-Frakklandi

Líkt og með flest önnur vín frá Gerard Bertrand þá er vínið sem hér er fjallað um framleitt á lífrænan og biodynamískan hátt. Það kemur frá Languedoc-héraðinu við Miðjarðarhafsströnd Frakklands og er búið til úr þrúgunum Grenache og Syrah.

Chateau La Sauvageonne Cuvee Pica Broca 2016 er kirsuberjarautt, unglegt með miðlungsdýpt. Í nefinu finnur maður pipar, leður, plómur, eik og fersk krydd. Í munni eru góð tannín, góð sýra og fínn ávöxtur. Leður, plómur og eik í krydduðu eftirbragðinu sem heldur sér ágætlega. 89 stig. Góð kaup (3.099 kr). Fer vel með rauðu kjöti og ostum.

Steingrímur í Vinoteki gefur þessu víni 4,5 stjörnur.
Wine Spectator gefur 2017-árgangnum 92 stig

Vínið fékk Gyllta Glasið 2019.

Annað gott frá Suður-Frakklandi
Fer vel með rauðu kjöti og ostum.
4
89 stig

Vinir á Facebook