Góð vínglös

Ég hef ekki eytt miklu plássi í umræður um vinglös hér á síðunni. Það er kannski löngu tímabært en sem betur fer (fyrir mig) þá hefur vinur minn og kollegi í vínskríbentabransanum, Þorri Hringsson í Víngarðinum, tekið sig til og skrifað góðan pistil um vínglös.

Það er full ástæða að lesa þennan pistil og hann má finna hér – lesið!

Sjálfur hef ég notað Riedel Vinum fyrir mín betri vín en hvers dags hef ég notað glös úr restaurant-línu Riedel. Ég verð þó að játa að Iittala-glös hafa verið til á mínu heimili í allmörg ár því frúin hefur haft dálæti á þeim (og svo bjuggum við nokkuð nálægt Iittala-outlet þegar við bjuggum í Uppsala í Svíþjóð).

Í athugasemdum við þennan ágæta pistil hans Þorra er hann spurður út í kampavínsglös og ég var ánægður að sjá að hann notar stærri glös eins og ég, frekar en flautuglösin. Flautuglös eru lítil og veita ekkert rými fyrir anganina að koma fram og þar sem lyktarskyn er stór hluti af bragðupplifun okkar þá finnst mér flautuglösin draga úr ánægjunni af góðu freyðivíni. Enda myndi ég ekki velja slík glös undir rauðvín eða hvítvín. Lesið endilega pistilinn hans Þorra.

Vinir á Facebook