Flauelsdjöfullinn

Jæja, gott fólk!  Ég held það sé kominn tími á að lífga þetta aðeins við hérna.  Það hefur verið frekar rólegt á síðunni að undanförnu og orðið all langt frá síðustu færslu.  Ég hef þó ekki setið alveg auðum höndum þó svo að ekkert hafi verið birt hérna, og nú eru þær orðnar nokkrar umsagnirnar sem bíða birtingar.  Má þar nefna tvo vínklúbbsfundi og örfá vín til viðbótar því, þannig að það er af ýmsu að taka.

Vín dagsins

Í febrúar fjallaði ég um Kung Fu-stúlkuna frá Charles Smith, og vín dagsins kemur frá sama framleiðanda.  Hér er um að ræða hreinan Merlot frá Columbia Valley í Washingtonfylki.

Charles Smith The Velvet Devil Merlot 2016 er dökkkirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður lyng, sólber, pipar og ristaðan kanil.  Í munni eru hrjúf tannín, ágæt sýra og þokkalegur ávöxtur.  Lyng, krækiber og pipar í ágætu eftirbragðinu.  Fyrirtaks grillvín með nauti og lambi. 88 stig.

Hvað segja hinir?

Wine Spectator gefur þessu víni 88 stig.
Wine Enthusiast gefur 83 stig.
Notendur Vivino.com gefa 3.6 (541 notandi).

Vinir á Facebook