Marques de Murrieta Reserva 2014

Þó svo að 2014-árgangurinn hafi verið í lakari kantinum borið saman við fyrri árganga þá má samt finna góð vín inn á milli, því góðir framleiðendur gera góð vín nánast sama hvernig viðrar.  Þannig hefur vín dagsins fengið 91-93 stig hjá Robert Parker og Wine Spectator á nær hverju ári allt frá árinu 2008.

Vín dagsins

Saga Marques de Murrieta nær aftur til ársins 1852 og mun víngerðin vera í hópi brautryðjenda í víngerð í Rioja, en víngerðin ku hafa verið sú fyrsta til að markaðssetja vín sín utan Spánar.  Vín dagsins er Reserva frá árinu 2014.  Það var í tunnum úr nýrri amerískri eik í 2 ár og svo á flöskum í 18 mánuði áður en það fór í sölu.

Marques de Murrieta Rioja Reserva 2014 er múrsteinsrautt á lit og unglegt.  Í nefinu finnur maður leður, pipar, sólber, vanillu og eik.  Í munni eru stinn tannín, góð fylling og snörp sýra. Gott berjabragð, eik, leður og krydd í góðu eftirbragðinu.  Fyrirtaks steikarvín.  Mjög góð kaup (3.399 kr).  91 stig.

Hvað segja hinir?

Wine Enthusiast gefur 88 stig

Robert Parker gefur 93 stig

Wine Spectator gefur 92 stig

Vinir á Facebook