Annað gott Cava

Fyrir skömmu fjallaði ég um hið ágæta Gran Reserva Cava frá Ramón Nadal Gíró.  Það eru auðvitað reyfarakaup að fá slíkt góðgæti á innan við 4.000 krónur, en kannski er maður að gera enn betri kaup í víni dagsins, sem einnig er Cava frá sama framleiðanda.

Vín dagsins

Ramon Nadal Brut Cava er strágult á lit, með fínar loftbólur og fallegt í glasi.  Í nefinu finnur maður blómlegan ilm með rauð epli, eik, perur og smá kolsýrukeim.  Í munni er vínið frísklegt með fínar loftbólur og í góðu jafnvægi. Rauð epli, eik og sítrónubörkur ráðandi í góðu eftirbragðinu sem heldur sér ágætlega.  Nýtur sín eflaust vel með fiskréttum, skelfiski, ljósu fuglakjöti og svo auðvitað eitt sér.  Frábær kaup (2.899 kr). 90 stig.

Vinir á Facebook