Fleiri Topp 100-listar…

Það eru fleiri en Wine Spectator sem birta árlega lista yfir bestu vín ársins. Tímaritið Wine Enthusiast (www.winemag.com) birtir 3 lista – 100 bestu kaupin, 100 bestu vínin til geymslu og svo 100 bestu vínin.  Þetta eru auðvitað ekki listi yfir þau vín sem fáu hæstu einkunn hverju sinni, heldur er líka horft til verðs, framleiðslustærðar og aðgengis.  Vín ársins hjá Wine Enthusiast er frá svæðinu Nizza í Piedmonte á Ítalíu – Michele Chiarlo 2015 Cipressi.

Munurinn á listum Wine Enthusiast og Wine Spectator sést einkum í verði þeirra vína sem á hann rata.  Þarna fer lítið fyrir dýrum vínum – það dýrasta kostar $150 og aðeins 2 kosta meira en $100, á meðan vín ársins hjá Wine Spectator kostar $245 og meðalverðið er mun hærra.

Á topp 100-lista Wine Enthusiast eru 3 vín sem hafa verið fáanleg í vínbúðunum og mæli með þeim öllum!

97. Muga Rioja 2017 Rosé (90 stig, 2599) – ath 2016 í Vínbúðunum

78. Allegrini Palazzo della Torre 2014 (91 stig, 2.999 kr)

34. René Muré Signature Pinot Gris 2016 (93 stig, 2.599 kr)

James Suckling (jamessuckling.com) birtir líka nokkra topp 100-lista og á þeim lista eru líka 3 vín sem hægt er að nálgast hér – Concha y Toro Don Melchor 2015, Chateau Mouton-Rothschild 2015 og Vega Sicilia Unico Reserva Especial. Enginn þessara árganga er kominn í vínbúðirnar og ódýrasta vínið (Don Melchor) kostar 7.999 krónur…

Vinir á Facebook