Rýnt í Topp 100-lista Wine Spectator

Í dag birti Wine Spectator sinn árlega topp 100-lista.  Venju samkvæmt gluggaði ég aðeins í listann til að sjá hvort einhver vín væru fáanleg hérlendi.  Líkt og oft áður þá eru þau ekki mörg, en þó örlítið sem gleður augað.

Í 24. sæti er Tignanello 2015 frá Antinori – frábært vín sem lengi hefur glatt ritstjóra Vínsíðunnar og fleiri íslenska vínáhugamenn.  Fæst í Fríhöfninni.

Í 35. sæti er Pétalos 2016 frá Descendientes de J. Palacios – spennandi vín frá Bierzo á Spáni, kostar 3.190 kr í Vínbúðunum.

Í 46. sæti er hið ágæta Les Baronnes Sancerre 2017 frá Henri Bourgeois – frábært hvítvín sem kostar 3.899 kr í Vínbúðunum.

Vinir á Facebook