Annað gómsætt Sauvignon Blanc

Það hefur svo sem ekkert farið leynt hér á þessari síðu að ég hef verið mjög hrifinn af Sauvignon Blanc undanfarinn áratug eða svo.  Þessi vín eru oftast mjög aðgengileg og skemmtileg, gerð til að njóta meðan þau eru ung og oftast á mjög góðu verði.  Þetta á allt saman við um vín dagsins sem er lífrænt ræktað og kemur frá Chile.
Cono Sur Sauvignon Blanc Organic 2016 er ljósgult og fallegt í glasi.  Í nefi eru dæmigerð sólberjalauf, sítrus og steinefni.  Í munni eru græn epli, ferskjur og sítrus, ásamt vott af gulri papriku.  Frísklegt og skemmtilegt vín, hentar vel með salati, fiskréttum, ljósum fugli eða bara eitt og sér með grillinu.  Góð kaup (2.190 kr).  88 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook