Frábært Pinot Gris

Hvítvín frá Alsace-héraði í Frakklandi eru einhver matarvænstu vín sem finnast, hvort sem um er að ræða Riesling, Gewurztraminer eða Pinot Gris.  Víngerð Pfaffenheim er var stofnuð árið 1955 sem samvinnuverkefni 50 vínbænda bænum Pfaffenheim í Alsace.  Með tímanum óx fyrirtækinu fiskur um hrygg og nú framleiðir víngerðin tæplega 40 vín, lang flest þeirra hvít.
Pfaff Pinot Gris Cuvee Rabelais Alsace 2015 er strágult á lit og fallegt í glasi.  Í nefinu finnur maður perur, rauð epli, sítrónur og apríkósur.  Í munni er vínið nánast hálfsætt, þétt í munni með keim af þroskuðum eplum og hunangsmelónum.  Austurlensku matur (jafnvel sterkur), fiskur, og jafnvel hangikjöt. Mjög góð kaup (2.890 kr). 90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook