Montes Twins 2015

Aurelio Montes er án efa einn þekktasti víngerðarmaður Suður-Ameríku og vínin hans verið í fararbroddi vína frá þessari heimsálfu.  Flestir þekkja líklega vínin í Alpha og Classic-línunni, og vonandi hafa lesendur einnig kynnst hinum frábæru M, Purple Angel og Folly sem eru flaggskip Montes – stórkostleg vín.
Vín dagsins verður þó að teljast á hinum enda framleiðslunnar, þ.e.a.s. magnframleiðsla á lágu verði.  Upphaflega var Twins gert úr Malbec og Cabernet Sauvignon, en síðan hefur fleiri þrúgum verið bætt út í blönduna vín dagsins er gert úr þrúgunum Cabernet Sauvignon (35%), Syrah (30%, Carmenère (25%) og Tempranillo (10%), en Malbec er ekki lengur með í blöndunni.  Helmingur vínsins hefur fengið að liggja í frönskum eikartunnum í 12 mánuði en hinn helmingurinn í stáltönkum.
Montes Twins 2015 er dökkkirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður angan af sólberjum, kirsuberjum, pipar og bláberjum.  Í munni eru stinn tannín og góð sýra.  Aðeins rammt bragð, eikarkennt, með bláberjum og hrati í eftirbragðinu. Hefur gott af hressilegri umhellingu til að mýkjast aðeins. Hentar best með kjötréttum, helst grilluðu kjöti. Féll ekki alveg í kramið hjá mér (2.199 kr). 84 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook