Gott Toscanavín

Ein bestu Toscanavínin koma frá vínekrunum í kringum þorpið Montalcino.  Fremst í flokki eru auðvitað Brunello en flestar víngerðirnar senda líka frá sér annað vín sem kallast Rosso di Montalcino.  Þessi vín eru gerð úr þrúgunni Sangiovese, en sumir rækta líka aðrar þrúgur sem ekki má nota í þessu vín en í staðinn fara þær í vín sem flokkast sem IGT (einkennandi fyrir svæðið).    Vín dagsins er einmitt slíkt vín og kallast það Rosso di Toscana, eða rauðvín frá Toscana, og það er gert úr þrúgunum Sangiovese, Merlot og Cabernet Sauvignon.
Il Poggione Rosso di Toscana IGT 2015 er kirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður kirsuber, leður og pipar.  Í munni eru sæmileg tannin, fín sýra og ávöxtur, með skógarber, leður og kirsuber ráðandi í ágætu eftirbragðinu.  Fer vel með lambakjöt og ostum.  Góð kaup (2.290 kr). 88 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook