Attitude Sauvignon Blanc 2106

Sancerre-vínin frá Pascal Jolivet eru okkur að góðu kunn enda rómuð fyrir gæði.  Pascal Jolivet framleiðir einnig vín í línu sem kallast Attitude, en samkvæmt flokkunarreglunum í Loire flokkast vínin sem Vin de Pays du Val de Loire, eða sveitavín frá Loire-dalnum.  Það er þó varla hægt að merkja að þetta séu eitthvað minni vín en mörg önnur frá Loire, nema kannski í verðinu.  Í þessari vörulínu eru framleidd 3 vín – hvítvín (Sauvignon Blanc), rósavín (Pinot Noir, Gamay og Cabernet Franc) og rauðvín (Pinot Noir).  Aðeins eitt þessara vína er að finna í hillum vínbúðanna – hvítvínið – sem er vín dagsins.
Pascal Jolivet Sauvignon Blanc Attitude 2016 er ljóssítrónugult á lit, með angan af sólberjalaufum, ferskjum og sítrus.  Í munni er vínið þurrt, nokkuð ágeng sýra, með greipaldin og sítrónugras í eftirbragðinu.  Þægilegt matarvín með sushi, skelfiski og ljósum pastaréttum.  Góð kaup (2.398 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook