Góður Malbec frá Argentínu

Vínin frá Trapiche eru flestum íslenskum vínáhugamönnum vel kunn.  Vínhúsið er með þeim elstu í Argentínu og rekur sögu sína aftur til ársins 1883, þegar ræktun á vínvið frá Frakklandi hófst á vínekrunni El Trapiche.  Víngerðin var í frönskum stíl – vínviðurinn var Malbec, Merlot, Cabernet Sauvignon, Syrah, Cabernet Franc, Viognier og Chardonnay, vínið var gerjað í stáltönkum og svo látið liggja á frönskum eikartunnum.  Það leið ekki á löngu áður en vínin fóru að vekja athygli og vinna til alþjóðlegra verðlauna.
Vín dagsins er úr Malbec-þrúgunni, sem nýtur sín einstaklega vel í Argentínu og þarlendir víngerðarmenn hafa náð mjög góðum tökum á henni.  Í Oak Cask-línunni eru framleidd sjö vín – 5 rauð og 2 hvít.
Trapiche Oak Cask Malbec 2016 er kirsuberjarautt á lit og unglegt.  Í nefinu finnur maður kirsuber, pipar, fjólur og eik – heitur ilmur (grill).  Í munni eru ágæt tannín, fín sýra og þokkalegur ávöxtur. Skógarber og eik ráðandi í eftirbragðinu.  Gott matarvín (grill, steikur og ostar).  Góð kaup (2.050 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook