Solms Delta Shiraz 2016

Síðastliðið sumar fjallaði ég um vínin frá Solms Delta í Suður-Afríku – bæði Shiraz og Chenin Blanc. Hvítvínið var húsvín hjá mér síðasta sumar enda fá hvítvín jafn sumarleg og Chenin Blanc, að mínu mati.  Nú eru nýjir árgangar að detta inn og kominn tími til að kíkja á þá.
Solms Delta Western Cape Shiraz 2016 er kirsuberjarautt á liit, unglegt, með krydduðum tónum af plómum og dökkum kirsuberjum.  Í munni eru hófleg tannín og ágæt sýra, fínn ávöxtur en vantar aðeins fyllingu.  Plómur og kirsuber ráðandi í bragðinu.  Mun njóta sín vel með grillinu í sumar. Góð kaup (2.090 kr).  87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook