Gott hvítvín frá Portúgal

Ég hef áður farið fögrum orðum um vínin frá Altano í Douro-dalnum portúgalska, og á sínum tíma valdi ég eitt af vínum þeirra sem vín ársins hér á síðunni.  Síðan hurfu þessi vín því miður úr vínbúðunum um tíma en þau eru komin aftur – a.m.k. sum þeirra.  Þetta eru matarvæn vín og aðgengileg líkt og flest önnur vín frá Íberíuskaganum.
Vín dagsins er hvítvín, búið til úr þrúgunum  Codega do larinho, Malvasia fina, Moscatel galego, Rabigato og Viosinho.  Vínið er látið liggja í 3 mánuði í stáltönkum áður en það fer á flöskur.

Altano Douro 2016 er ljóssítrónugult á lit.  Í nefi finnur maður sítrusbörk, sólberjalauf, ferskjur og smá ástaraldinum.  Í munni eru vínið þurrt, ágæt fylling, með þægilegum keim af sítrus, perum og gulum eplum.  Fínt matarvín.  Góð kaup (1.899 kr).  87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook