Spennandi Pago

Það vita kannski ekki allir að efsta þrepið í gæðaflokkun spænskra vína kallast Pago og að slík vín eru rétt um 1% allrar vínframleiðslu á Spáni.  Ég fjallaði aðeins um þetta fyrir rúmum 2 árum í þessari færslu.  Vínið sem ég fjallaði um í þeirri færslu er ekki lengur í hillum vínbúðanna en í staðinn er nú komið annað vín sem hér er fjallað um.  Bodegas Pago de Cirsus er staðsett í Navarra á Spáni
Pago de Cirsus Cuvee Especial 2011 er blandað úr þrúgunum Tempranillo, Merlot og Syrah, þar sem hver þrúgutegund er gerjuð sérstaklega og látin liggja í frönskum eikartunnum í 3 mánuði áður en lokablöndun fer fram.  Vínið er kirsuberjarautt á lit og sýnir smá þroska.  Í nefinu finnur maður sólber, bláber og krydd, með vott að súkkulaði.  Í munni eru flott tannín og góð sýra, fínn ávöxtur og gott jafnvægi. Kirsuber, balsamedik og súkkulaði í góðu eftirbragðinu.  Gott matarvín. Góð kaup (3.390 kr). 90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook