Domaine de Villemajou 2015

Vínin frá Gerard Bertrand eru orðin nokkð þekkt á meðal íslenskra vínáhugamanna, en Domaine de Villemajou mun vera upphafið að víngerð fjölskyldunnar.  Vínhúsið er staðsett í héraðinu Corbieres í Languedoc-Rousillon í Frakklandi og vínekrurar ná yfir u.þ.b. 130 hektara lands.
Vín dagsins er hvítvín gert úr þrúgunum Marsanne, Roussane, Bourboulenc og Maccabeu.  Vínið er eiginlega „litla vínið“ frá Domaine de Villemajou („stóra“ vínið er Grand Vin de Domaine de Villemajou) en er þó alls ekki lítið sem slíkt.
Domaine de Villemajou Corbieres 2015 er strágult á lit og fer vel í glasi.  Í nefinu finnur maður límónur, perur, sólberjalauf og steinefni.  Í munni er vínið þurrt með ágæta fyllingu með tónum af sítrus, eplakjörnum, hvítum pipar og mildum eikartónum.  Mjög gott matarvín (2.999 kr).  87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook