Síðasta vetur fjallaði ég um vínin frá litla refnum – Raposinha – og það er ánægjulegt að sjá að þau eru nú að rata inn í hillur vínbúðanna. Þessi vín koma frá héraðinu Alentejo í sunnanverðu Portúgal (næsta hérað norðan við Algarve). Athayde Grande Escholha er nú komið og kannski hin vínin – NÓS og Monte da Raposinha – birtist von bráðar.
Raposinha Athayde Grande Escholha 2011 er dökk-kirsuberjarautt á lit, smá þroski kominn í það og fínir taumar. Í nefinu eru kirsuber, plómur, anís og timjan. Í munni eru hrjúf tannín, ágæt sýra og góður ávöxtur. Plómur og lakkrís ráðandi í góðu eftirbragðinu. Góð kaup (2.986 kr). Hentar vel með rauðu kjötu og föstum ostum.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]