Paxis

Þekktustu vín Portúgal koma frá Douro-héraðinu, en víngerð í öðrum héruðum hefur tekið miklum framförum undanfarinn áratug og góð vín farin að koma fram á sjónarsviðið.  Vín dagsins kemur frá Lissabon (þetta vínræktarsvæði var áður kallað Estremadura en nafninu var breytt árið 2009 til að forða ruglingi við spænska héraðið Extremadura), sem er reyndar stærsta vínræktarsvæði Portúgals (a.m.k. í magni).
Vín dagsins er gert úr þrúgunum Touriga Nacional, Tinto Roriz og Touriga Franca – dæmigerð samsetning á portúgölsku rauðvíni.  Það fékk 90 stig hjá Wine Enthusiast (www.winemag.com) og lenti í 5. sæti á listanum yfir bestu kaup árins – listann í heild sinni getið þið séð hér.
Paxis „Bulldog“ Red Blend Lisboa 2013 er kirsuberjarautt á lit, unglegt. Í nefinu er kryddaður hindberja- og kirsuberjakeimur.  í munni er þægilegt ávaxtabragð, ágæt sýra og smá tannín.  Ágæt kaup (1.899 kr).  Hentar best eitt og sér, en gengur líka ágætlega með pastaréttum og léttum kjötréttum. 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook