Góður Spánverji

Vínhús Emilio Moro er staðsett í Ribera del Duero á Spáni.  Fyrir tæpum 20 árum tók Moro-fjölskyldan þá ákvörðun að hætta að nota Crianza, Rerserva og Gran Reserva-flokkunina á sín vín og flokkar vínin sín nú frekar út frá aldri vínviðarins og gæðum þrúganna sem í vínið fara.  Þannig heitir vínið af yngsta vínviðnum Finca Resalso, síðan kemur vínið sem er kennt við Emilio Moro, þá koma 3 mismunandi vín sem eru kennd við Malleolus og loks flaggskipið Clon de la Familia. Vínin eru öll gerð úr þrúgunni TInto Fino (Tempranillo).
Emilio Moro Ribera del Duero 2014 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með fjólubláa tóna.  Í nefinu finnur maður kirsuber, plómur, rauð ber, leður, lakkrís, kaffi og pipar.  Í munni er nóg af tannínum sem þó eru farin að mýkjast, frísklega sýra, ágætur ávöxtur, plómur og leður í góðu eftirbragðinu. Góð kaup (3.399 krónur). 90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook