Cecchi Chianti 2012

Héraðið Chianti liggur eins og allir vita í hjarta Toscana á Ítalíu.  Chianti Classico er svo sérstaklega skilgreint svæði (um 260 ferkílómetrar að stærð, milli borganna Flórens og Siena) innan Chianti-héraðs.  Innan Chianti eru fleiri sérstaklega afmörkuð svæði og þekktast þeirra (fyrir utan Chianti Classico) er líklega Rufina.
Um daginn fjallaði ég um Cecchi Chianti Classico (frábært vín á frábæru verði), en hér er fjallað um Chianti frá sama framleiðanda og það eru ekki síður góð kaup í því.  Þetta vín er 90% Sangiovese en hin 10% eru úr þrúgunum Canaiolo og Colorino.
Cecchi Chianti 2012 er kirsuberjarautt á lit, sýnir smá þroska.  Í nefinu eru kirsuber, tóbak og pipar – frekar einföld lykt.  Í munni eru ágæt tannín en vínið er þó aðeins hrjúft á tungunni.  Kirsuber, tóbak og krydd í ágætu eftirbragðinu.  Hentar vel með rauðu kjöti og ostum. Góð kaup (1.935 kr). 87 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook