Hápunktur kvöldsins

Hápunktur síðasta Vínklúbbsfundar var eitt af stóru vínunum frá Spáni, frá Vega Sicilia. Unico Reserva Especial er blandað úr þremur árgöngum af Unico, sem er flaggskip Vega Sicilia og aðeins gert í góðum árgöngum. Það er reyndar gamall siður hjá spænskum víngerðarmönnum að blanda vín úr góðum árgöngum í þeim tilgangi að ná fram enn betra víni.  Þeir eru þó líklega ekki margir sem enn halda í þessa hefð, en það gera þeir hjá Vega Sicilia.  Vínið sem við smökkuðum er blanda árganganna 1991, 1994 og 1998.  Þetta er Gran Reserva vín, sem þýðir að það þarf að vera minnst 3 ár í tunnu og 2 á flösku áður en það er selt, en Vega Sicilia láta sín vín yfirleitt þroskast mun lengur en svo.  Það var Ber ehf. sem bauð okkur upp á þetta vín og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Vega Sicillia Ribera del Duero Unico Reserva Especial er dökkrautt með ágætis dýpt, talsverður þroski og fallegir taumar,  Í nefinu finnur maður eik, blýant, þroskaðan ávöxt, kirsuber, tóbak, og vott af fíkjum.  Í munni er vínið silkimjúkt og í góðu jafnvægi, hefur talsverða sýru og góðan ávöxt.  Leður, lakkrís og smá kirsuber sem halda sér vel út í langt eftirbragðið.  Á líklega 10-12 ár eftir á toppnum.  Frábært vín, sem vínklúbburinn gefur 95 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook