Og þá var komið að stóru vínunum

Sjötta vínið sem prófað var á Vínklúbbsfundinum var alvöru Kaliforníubolti eins og klúbbmeðlimir elska – hreint Cabernet Sauvignon sem hefur fengið að liggja í 3 ár á tunnum úr amerískri eik áður en það fer svo á flöskur.
Heitz Cellar Napa Valley Cabernet Sauvignon 2008 er dökkt á lit, með sæmilega dýpt og ágætan þroska.  Í nefinu er vanilla, brómber, eik, kaffi og dökkt súkkulaði.  Í munni er mikil eik, dálítil tannín, góð fylling – vín í mjög góðu jafnvægi.  Súkkulaði, vanilla og smá lakkrís í eftirbragðinu.  Vínklúbburinn gefur þessu víni 93 stig. Góð kaup (7.123 krónur).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook