Næsta vín sem vínklúbburinn tók fyrir var skemmt og hlaut ekki frekari umsögn, en síðan var klúbburinn alveg tekinn í bólinu! Þar smökkuðum við vín úr þrúgunni Grignolino, sem enginn okkar hafði nokkru sinni heyrt minnst á fyrr. Þessi þrúga er ræktuð í einhverju magni í kringum þorpið Asti í Piemonte á Ítalíu og einkum notað í rósavín. Heitz Cellars í Kaliforníu hafa verið að leika sér með þessa þrúgu allt frá stofnun fyrirtækisins. Árangurinn hefur verið nokkuð misjafn ef marka má umsagnir vínskríbenta en kannski eru þeir nú loks að ná betri tökum á þessari þrúgu, a.m.k. ef litið er til álits Vínklúbbsins.
Heitz Cellar Grignolino Napa Valley 2013 er ljósrautt á lit, með góða dýpt og sýnir byrjandi þroska. Í nefinu finur maður eitthvað alveg nýtt – IPA bjórlykt, sítrus, mandarínur og perur – lykt sem maður myndi frekar tengja við rósavín eða hvítvín! Í munni er vínið í góðu jafnvægi, frísklegt, með þægilegan keim af sítrus og perubrjóstsykri. Mjög óvenjulegt rauðvín – Vínklúbburinn gefur því 92 stig. Góð Kaup.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]