Rauður Andreza

Frá Andreza hinum portúgalska kemur hér prýðilegt rauðvín úr klassísku rauðu þrúgunum í Portúgal – Touriga Nacional, Touriga Franca og Tinta Roriz.
Andreza Reserva Douro 2013 er dökkkirsuberjarautt á lit, unglegt með fallega tauma.  Í nefinu eru kirsuber, mynta, leður og krydd.  Í munni eru ágæt tannín, vantar aðeins sýru, þokkaleg fylling en mætti vera meiri ávöxtur fyrir minn smekk. Eftirbragðið í styttra lagi. 87 stig (Robert Parker gefur þessum árgangi 89 stig).  Hentar vel með Miðjarðarhafsmat – pasta og ostum. Góð kaup (2.200 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook