Selá

Víngerðin Roda í Rioja-héraði framleiðir feiknagóð rauðvín í klassískum Rioja-stíl, og eru nokkur þeirra fáanleg í vínbúðunum.  Sterkasta tengingu við Ísland hefur vínið Sela.  Eigandi Roda mun vera mikill Íslandsvinur og mikið fyrir að veiða í Selá í Vopnafirði, og þaðan mun nafnið á Sela vera komið.  Vínið er að mestu gert úr Tempranillo, en örlitlu Graciano hefur einnig verið laumað út í.
Bodegas Roda Rioja Sela 2013 er kirsuberjarautt, ungt, ágæt dýpt.  Í nefinu eru kirsuber, tóbak, pipar, fjólur og eik.  Í munni eru mjúk tannín, góð fylling, leður og tóbak, ágætur ávöxtur en eftirbragðið aðeins í styttra lagi. Smellpassar með lambi.  Góð kaup (3.999 kr).  90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook