Andreza hvítt

Ég hef áður fjallað um rauðvín frá hinum portúgalska Andreza og nú er komið að hvítvíni.  Víngerð þessi er staðsett í Douro-héraði í Portúgal, sem er eitt aðal vínhérað Portúgals.  Þetta vín er gert úr þrúgunni Codega, sem er algeng þrúga í Portúgal (þó ekki víða annars staðar), og gengur það einnig undir nöfnunum Roupeiro og Alva.  Portúgölsk víngerð hefur tekið miklum framförum undanfarinn áratug og það á einnig við um hvítvínin þeirra.
Andreza Codega Do Larinho 2015 er strágult á lit, með frísklega angan af suðrænum ávöxtum og sítrus.  Í munni finnur maður greipaldin og eik, og það vottar aðeins fyrir beiskju í eftirbragðinu sem annars heldur sér nokkuð vel.  Prýðilegt vín fyrir fisk og ljóst fuglakjöt. 88 stig (Robert Parker gefur þessu víni reyndar 90 stig!). Mjög góð kaup (2.000 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook