Cortese Acquesi Spumante

Það er alltaf gaman að smakka gott Spumante, og það á einnig við um vín dagsins.  Þetta er þó frekar svona byrjandavín (ef ég má leyfa mér að kalla það því nafni), og góður sumardrykkur, en þegar bragðlaukarnir þroskast er þó líklegra að þeir kalli á aðeins þurrari vín en það sem hér er fjallað um.
Cortese Acquesi Spumante er fölgult á lit, freyðir vel.  Í nefinu er nokkuð áberandi ávaxtahlaup, perur og lime.  Í munni er vínið sæmilega þurrt, ekki mikil sýra, freyðir ágætlega, lime og ávaxtahlaup áberandi í bragðinu.  Ágæt kaup (1.790 kr). 83 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook