Dehesa 2012

Víngerð Valquejigoso er staðsett syðst í Madridar-héraði á Spáni, rétt fyrir norðan Castilla La Mancha (nokkur vín þaðan eru fáanleg í vínbúðunum).  Víngerðin telst í yngra lagi fyrir spænskar víngerðir, telst vera stofnuð árið 1992, en fyrstu vínviðirnir á nýjum vínekrum voru gróðursettið árið 1997, og vínekrurnar ná nú yfir u.þ.b. 50 hektara.
Valquejigoso Dehesa 2012 er gert úr Cabernet Sauvignon (37%), Tempranillo (25%), Syrah (22%), Merlot (8%) og Negral (8% – Negral kallast einnig Alicante Bouschet).  Vínið er dökkrautt, sýnir smá þroska.  Í nefinu finnur maður pipar, kirsuber, anís, timjan og fleiri krydd.  Í munni eru fín tannín, góð sýra, áberandi súkkulaði- og kirsuberjakeimur með krydduðu eftirbragði.  Fyrirtaks vín, 89 stig. Góð kaup (4.000 kr).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook