Dehesa 2010

Síðast fjallaði ég um Dehesa 2012 frá Valquejigoso, en sú víngerð er staðsett rétt fyrir sunnan Madrid.  2010 var almennt mjög gott ár á Spáni og það á líka við um Castilla-La Mancha.
Valquejigoso Dehesa 2010 er gert Cabernet Sauvignon, Tempranillo, Syrah, Merlot og Negral.  Vínið er dökkrautt, sýnir byrjandi þroska.  Í nefinu finnur maður pipar, kirsuber, anís, timjan, vanillu, eik fleiri krydd.  Í munni eru fín tannín, góð sýra, vínið er kryddað með áberandi súkkulaði- og kirsuberjakeimur með þéttu eftirbragði.  Fyrirtaks vín, 90 stig. Góð kaup (4.000 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook