Tryggðarvín

Víngerðin Viña Maipo í Chile rekur sögu sína aftur til árins 1948, en eftir að hún komst í eigu risans Concha y Toro 20 árum síðar fór víngerðin að ná nýjum hæðum og framleiðir í dag gæðavín á góðu verði.  Það er þó einkum á síðastliðnum áratug að vínin hafa náð þessum stöðugleika sem við leitum eftir, en það á reyndar við um mörg önnur vín frá Chile og Argentínu undanfarin ár.
Línan Gran Devocion byggir á Syrah-þrúgunni, sem er þó í minnihluta í rauðvínunum.  Í línunni eru Cabernet Sauvignon, Petite Syrah og Carmenere, en aðeins sú síðastnefnda er fáanleg hér á landi.
Vina Maipo Gran Devocion Carmenere Syrah 2010 er dökkkirsuberjarautt, unglegt með fína tauma.  Í nefinu eru kirsuber, mynta, pipar, leður og anís.  Í munni eru mikil tannín, góð sýra, eik, anís, lakkrís, tóbak og krydd.  Gott eftirbragð sem heldur sér nokkuð vel.  Mjög góð kaup (2.599 kr).  89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook