Clos Apalta 2004

Það eru væntanlega mörg vín sem gera tilkall í titilinn Flaggskip víngerðar í Chile, en þegar kemur að útnefningu hlýtur Clos Apalta að koma sterklega til greina. Þetta er eina vínið frá Chile sem hefur verið útnefnt sem vín ársins (2005-árgangurinn var vín ársins árið 2008) hjá Wine Spectator, og ásamt Don Melchor frá Concha y Toro (líkega hinn kandidatinn í titilinn) það vín sem oftast hefur ratað inn á topp 10-listann.
Casa Lapostolle Clos Apalta 2004 er blanda Carmenère, Merlot Cabernet Sauvignon (í sumum árgöngum kemur Petit Verdot við sögu, og stundum er Merlot ekki með í blöndunni).  Það er dökkkirsuberjarautt á lit, djúpt, með góða þroska.  Í nefinu finnur maður sólber, leður, myntu, pipar, amerisk eik, plómur og vanillu.  Í munni finnur maður ennþá stinn tannín, það er góð sýra, fullt af ávöxtum – svartur pipar, mynta, súkkulaði og tóbak í löööngu eftirbragðinu. Vín fyrir stórar steikur. Æðislegt vín sem á toppnum núna en fer líklega að styttast aðeins í því héðan af. 95 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook