Enn eitt vínið frá litla refnum nefnist Athayde Grande Escholha, sem þýðir vel valið Athayde. Vínið er gert úr þrúgunum Syrah, Touriga Nacional og Alicante Bousche.
Monte da Raposinha Athayde Grand Escholha 2011 er kirsuberjarautt á lit, ungt með fallega tauma. Í nefinu finnur maður kirsuber, pipar, krydd og leður. Í munni eru ágæt tannín, góð sýra og fylling, fínn ávöxtur, kryddað. Kirsuber og pipar, smá tóbak. Mjög gott vín sem hentar vel með rauðu kjöti og þroskuðum, hörðum ostum. 89 stig, mjög góð kaup (3.100 kr)
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]