Meira af litla refnum

Í gær kynnti ég ykkur fyrir portúgölsku víngerðinni Monte da Raposinha í Alentejo í Portúgal.  Hér er komið annað vín frá þessari sömu víngerð og vínið ber einfaldlega nafn víngerðarinnar.  Þetta vín er gert úr þrúgunum Touriga Nacional, Alicante Bouschet og Syrah.
Monte da Raposinha 2013 er dökkrúbínrautt á lit, unglegt með fjólubláa rönd og ágæta tauma.  Í nefinu eru sólber, fjólur, smá leður og krydd.  Í munni eru ágæt tannín og sýra, en það vantar aðeins fyllingu í vínið en það er að öðru leyti mjög aðgengilegt og þægilegt – gott berjabragð með kaffi og vott af súkkulaði.  Ágætis matarvín fyrir osta, fuglakjöt og svínakjöt. 87 stig, góð kaup (2.300 kr)

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook